Türkler/Alanya, Tyrkland

Eftalia Aqua

Einkunn gesta
3.5 af 55
basedOn 100 answers
Einkunn gesta
3.5 af 55
basedOn 100 answers

7 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 17 ára
Lægsta verð:
Barn frá:
Barnaklúbbur
Alþjóðlegur
Strönd
50 m 
Miðbær
5 km/17 km 

Vinsælt vatnsleikjahótel í nágrenni Alanya

Vatnsleikjagarðar hafa í mörg ár verið eitt af kennileitum Nazar og er Eftalia Aqua eitt af vinsælustu hótelunum með vatnsskemmtigarð. Hér þarftu því að panta snemma til að vera viss um að komast að.

Árið 2014 opnaði þar að auki stór strandskemmtigarður með vatnsrennibrautum og sundlaugum fyrir alla aldurshópa. Hótelið samanstendur af aðalbyggingu og fjórum hliðarbyggingum sem allar eru nýtískulega innréttaðar með rúmgóðum og þægilegum herbergjum. Hótelið er ekki í nema hálftíma fjarlægð frá vinsælu ferðamannaborginni Alanya og þú getur auðveldlega tekið alla fjölskylduna með í fríið því börn og unglingar greiða barnaverð upp að 18 ára aldri!

Ef þú kannast við nafnið Eftalia, er það vegna þess að það eru tvö önnur Eftalia hótel í nágrenninu, Eftalia Village og Eftalia Resort.

Hótelið er staðsett nálægt litlum, huggulegum bæ sem heitir Avsallar og er þar að finna úrval kaffihúsa, veitingahúsa og verslana.

Eins og er eru byggingaframkvæmdir í gangi á svæðinu við hliðina á Eftalia Aqua. Minniháttar ónæði gæti orðið af þeim sökum. Gestir Nazars munu ekki fá herbergi sem snýr að byggingarsvæðinu.

Risastór vatnsskemmtigarður

Þegar þú dvelur á Eftalia Aqua hefur þú aðgang að frábærum strandskemmtigarði sem teygir úr sér á stóru svæði á ströndinni. Það eina sem skilur að hótelið og ströndina er einn vegur, en þú kemst einfalt og öruggt undir hann í gegnum undirgöng. Hér opnast nýr heimur af vatnaafþreyingu, sundlaugum, veitingastöðum og auðvitað frábærri sandströnd.

Hér eru margar sundlaugar fyrir börnin en í einni þeirra er klifurgrind með litlum vatnsrennibrautum og í annarri er sjóræningjaskip með meðal annars vatnsrennibrautum sem börnin eiga eftir að elska. Fyrir stærri börnin og jafnvel fullorðna þá eru heilar 12 súperskemmtilegar vatnsrennibrautir sem bjóða upp á alls konar kitl í magann. Hér er einnig bæði leikvöllur og barnaklúbbur.

Í stóra strandskemmtigarðinum er heilsulind þar sem þú getur farið í gufu og hamam, fengið alls kyns meðferðir eða leigt þér sólbaðshreiður fyrir daginn. Öll aðstaða í heilsulindinni er gegn greiðslu. Einnig er hægt að leigja sólbaðshreiður, með mismunandi pökkum að velja á milli.

Hér eru einnig margir barir og veitingastaðir og þú gætir t.d. tekið þér smá pásu frá sólinni og notið þess að fá þér kaldan drykk í þægilegum sófunum með dásamlegt útsýni yfir hafið. Hér eru einnig fjórir þema veitingastaðir sem eru opnir á kvöldin, útidiskótek, svið og margar verslanir.

Strandskemmtigarðurinn er einungis fyrir gesti á Eftalia hótelunum fjórum; Eftalia Village, Eftalia Aqua, Eftalia Marin og Eftalia Splash.

Ströndin er með fíngerðum sandi og smásteinum í flæðarmálinu. Sjórinn dýpkar hratt. Hér eru sólstólar, sólhlífar og strandbar sem býður upp á létta rétti og innlenda drykki. Ekki þarf að borga aukalega fyrir neitt, þar sem þetta er jú „allt innifalið“.

Á hótelsvæðinu er 11 vatnsrennibrautir í viðbót sem henta bæði stórum og smáum. Hér er stór barnalaug og einnig buslulaug þar sem ýmis afþreying er í boði fyrir alla aldurshópa. Kyrrláta laugin er við hliðarbyggingarnar, en þar er hægt að slaka á í friði og ró.

Ef þú vilt taka þér smá frí frá sólinni er hægt að fara í innanhúslaugina sem staðsett er við líkamsræktarstöðina.

Hótelið býður upp á fría handklæðaþjónustu fyrir sundlaug og strönd, en ef þú vilt skipta um handklæði kostar það aukalega.

Vatnsrennibrautir

Wide Slide
30 metra löng. Aldurstakmark 11 ára. Lágmarks hæð 130 cm. Dýpt á sundlaug 125 cm. 

Free Fall
32 metra löng. Aldurstakmark 11 ára. Lágmarkshæð 130 cm. Dýpt á sundlaug 125 cm.

Black Hole
89 metra löng. Aldurstakmark 11 ára. Lágmarkshæð 130 cm. Dýpt á sundlaug 125 cm.

Rafting West/East
69 metra löng. Aldurstakmark 11 ára, 7-10 ára í fylgd fullorðins. Dýpt á sundlaug 125 cm.

Twister Right/Left
55 metra löng. Aldurstakmark 11 ára. Lágmarkshæð 130 cm. Dýpt á sundlaug 120 cm.

Kamikaze
55 metra löng. Aldurstakmark 11 ára. Lágmarkshæð 130 cm. Dýpt á sundlaug 120 cm.

Multi Slide
54 metra löng. Aldurstakmark 11 ára. Lágmarkshæð 130 cm. Dýpt á sundlaug 120 cm.

Body Slide
70 metra löng. Aldurstakmark 11 ára. Lágmarkshæð 130 cm. Dýpt á sundlaug 125 cm.

Bowl
40 metra löng. Aldurstakmark 14 ára. Lágmarkshæð 145 cm. Dýpt á sundlaug 180 cm.

Boomerang
23 metra löng. Aldurstakmark 14 ára. Lágmarkshæð 145 cm. Dýpt á sundlaug 145 cm.

Allt innifalið – engin óvænt útgjöld!

Ef þú hefur ekki enn séð kostina við það að ferðast með „allt innifalið“ þá er nú tími til kominn! Þú þarft aldrei að hugsa um lausafé eða hafa áhyggjur af því hvað maturinn eigi eftir að kosta.

Boðið er upp á morgunmat, morgunsnarl, hádegismat og kvöldmat á aðalveitingastaðnum og börnin fá sitt eigið hlaðborð. Sérstakt heilsuhorn er einnig í boði fyrir þá heilsusamlegu.

Þar fyrir utan er einnig boðið upp á smá miðnæturhlaðborð ef hungrið skyldi gera vart við sig rétt áður en farið er upp á herbergi. Yfir daginn er hægt að fá léttar veitingar eins og pizzu, bakaðar kartöflur, kebab og ferska ávexti á snarlbörum sem finnast á nokkrum stöðum hótelsvæðisins. Og ekki missa af kránni Efes þar sem hægt er að fá ískaldan bjór, eða litla bakaríinu í móttökunni sem býður upp á gómsæt bakkelsi og ljúffengt kaffi.

Ís er innifalinn fyrir alla gesti hótelsins vissa tíma dagsins og í strandskemmtigarðinum eru margir veitingastaðir og barir bæði við sundlaugarnar og á ströndinni.

Á ákveðnum dögum eru sérstök þemakvöld, t.d. tyrkneskt kvöld og er þá þjónustan, maturinn og skreytingar í tilheyrandi stíl. Öll innlend drykkjarvara er innifalin.

Á Eftalia Aqua getur þú líka „farið út að borða“ eða svona næstum því. Á hótelinu er einn þema veitingastaður sem skiptist á að bjóða upp á ítalskan og tyrkneskan matseðil. Í strandskemmtigarðinum eru einnig fjórir þema veitingastaðir: tyrkneskur, asískur, ítalskur og síðast en ekki síst veitingastaður sem býður upp á bæði sjávarrétti og steikur en greiða þarf á þeim síðastnefnda. Þér býðst að snæða einu sinni í viku á einum af þessum veitingastöðum þér að kostnaðarlausu, ef pláss leyfir. Mundu að bóka borð tímanlega.

Athugið að tímasetningar og framboð getur breyst eftir fjölda gesta og árstíma.

Alþjóðlegur barnaklúbbur og minidiskótek

Ef svo ótrúlega vill til að börnin vilji gera eitthvað annað en leika sér í vatnsleikjagarðinum eða í strandskemmtigarðinum þá sjá leiðbeinendur hótelsins um að skipuleggja alls konar leiki og aðra skemmtun í alþjóðlega barnaklúbbnum í strandskemmtigarðinum.

Barnaklúbburinn er leikparadís fyrir öll börn á aldrinum 4-12 ára og þar leika leiðbeinendurnir við börnin, búa til skapandi leiki, æfa dans fyrir minidiskótekið og skipuleggja leiki og þrautir. Hápunktur dagsins er svo minidiskótekið, þar sem börnin sýna stolt þau dansspor sem þau hafa lært í barnaklúbbnum og hver veit nema þau geti kennt foreldrunum nokkur ný dansspor!

Í strandskemmtigarðinum er stór leikvöllur og jafnvel svið þar sem börnin geta ærslast og leikið sér.

Afþreying á daginn og sýningar á kvöldin

Á Eftalia Aqua hefur þú góða möguleika til að æfa þig í tennis, pílukasti, borðtennis og körfubolta. Ef þú ert mikil keppnismanneskja getur þú líka skráð þig til leiks í einhverjum leikunum sem skemmtanastjórar hótelsins halda. Þráðlaust Internet er í boði eins í móttökunni. Sum herbergin eru með þráðlaust Internet en tengingin getur verið nokkuð óstöðug.

Það eru nokkrar verslanir staðsettar bæði á hótelsvæðinu sem og í strandskemmtigarðinum sem selja meðal annars skartgripi, leðurvörur og minjagripi. Á kvöldin eru skipulagðar ýmsar skemmtanir á stóra sviðinu í strandskemmtigarðinum og stundum er lifandi tónlist. Eftir skemmtunina er hægt að dansa langt fram á kvöld á risastóru útidiskóteki strandskemmtigarðsins og ekki má gleyma börnunum því þau fá sitt eigið minidiskótek.

Stórar fjölskyldusvítur fyrir allt að 7 manns

Ef þið eruð stór fjölskylda sem ferðast saman, eða ef börnin vilja bjóða vinum sínum með, þá er það ekkert vandamál. Hjá okkur geta allt að sjö manns dvalið saman í rúmgóðum fjölskyldusvítum. Vinsamlegast athugið þó að ekki eru lyftur í þriggja hæða hliðarbyggingunum, en starfsfólk hótelsins mun þó með glöðu geði hjálpa til með farangurinn.

Herbergin skiptast niður á aðalbyggingu og fjórar hliðarbyggingar. Það eru bæði tvíbýli og fjölskyldusvítur í öllum byggingum svo ekki er mögulegt að bóka í sérstakri byggingu. Herbergin eru nútímalega innréttuð í brúnum, hvítum og svörtum tónum. Öll herbergi eru með síma, gólfdúk, sjónvarp, loftkælingu, minibar, hraðsuðuketil, öryggishólf og svalir. Í baðherberginu er hárþurrka og baðkar. Sum herbergin eru með þráðlaust Internet en tengingin getur verið nokkuð óstöðug.

Tvíbýli, 2-4 manna

Tvíbýli, 2-4 manna

Í þessum u.þ.b. 24 m² herbergjum er tvíbreitt rúm og einbreitt rúm en fjórði gesturinn sefur í svefnsófa. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð, mest geta dvalið hér þrír fullorðnir en mögulegt er að fá allt að tvö barnaverð. Mögulegt er að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn gjaldi.

Fjölskyldusvíta A, 2-4 manna

Fjölskyldusvíta A, 2-4 manna

Þessi u.þ.b. 43 m² svíta samanstendur af tveimur svefnherbergjum, með tveim svefnplássum í hvoru herbergi. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð, mest geta dvalið hér fjórir fullorðnir en mögulegt er að fá allt að tvö barnaverð.

Fjölskyldusvíta B, 4-7 manna

Fjölskyldusvíta B, 4-7 manna

Þessi u.þ.b. 60 m² svíta samanstendur af tveimur svefnherbergjum. Hér er tvíbreitt rúm og tvö einbreið rúm en aðrir sofa á svefnsófum. Hér þurfa minnst fjórir að greiða fullt verð, mest geta hér dvalið sex fullorðnir en allt að tvö börn geta fengið barnaverð. 

Af hverju ekki að njóta kyrrðarinnar og frelsisins á meðan að börnin leika í vatnsleikjagarðinum? Heimsæktu heilsulindina og gleymdu bæði tíma og rúmi í notalegu nuddi. Hér er einnig hægt að nýta sér gufubaðið og tyrkneska baðið hamam! Einnig er boðið upp á frábært úrval af alls kyns andlits- og líkamsmeðhöndlunum.

Fyrir alla þá sem vilja vera í formi, líka í fríinu, er frábær líkamsræktarstöð á hótelinu.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða.  Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Türkler/Alanya

Hótelið liggur í Türkler, rétt utan við Alanya á suðurströnd Tyrklands. Í nágrenni hótelsins má finna talsvert af kaffihúsum og búðum, en við mælum með ferð til Alanya ef þú vilt versla eða fara í skoðunarferð. Alanya er þekkt sem einn af bestu og vinsælustu sumarfrísstöðum Tyrklands.

Türkler/Alanya

Hótelið liggur í Türkler, rétt utan við Alanya á suðurströnd Tyrklands. Í nágrenni hótelsins má finna talsvert af kaffihúsum og búðum, en við mælum með ferð til Alanya ef þú vilt versla eða fara í skoðunarferð. Alanya er þekkt sem einn af bestu og vinsælustu sumarfrísstöðum Tyrklands.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.

Vatnskemmtigarðurinn á hótelinu, alþjóðlegur barnaklúbbur og skemmtun á vegum hótelsins hefst 26, mars (ef veður leyfir). Á la carte-veitingastaðir og vatnskemmtigarður í beach club er gert ráð fyrir að verði opnir frá 15. apríl til 24. október 2016 en þessar dagsetningar gætu þó breyst.